Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2006 | 13:14
Framsóknarflokkurinn
Aðeins um þingmenn Framsóknarflokksins.
Hvers vegna eru þeir alltaf reiðir og pirraðir. Ég sá ekki betur en að þeir þrír sem voru Birkir Jón, Hjálmar og Sif sem komu fram í kvöldfréttum RUV í gær væru öll þreytt og pirruð út í allt og alla. Væri ekki nær fyrir þau að svara á jákvæðan hátt. Stundum hafa hinir þingmennirnir rétt fyrir sér og þá er bara taka undir með þeim Hjálmar og koma málunum í réttan farveg. Sif var að svekkja sig á því að Ásta Möller hefði aðra skoðun en hún á flutningi miðstöðvar Heilsuvendar, er það ekki réttur og skylda hvers þingmanns að fara eftir sinni samvisku? Sif útskýrði ágætlega það sem væri verið að gera i málefnum mæðraverndarinnar með því að flytja verkefnin út á heilsuverndarstöðvarnar. En er þar húsnæði, mannskapur og fjármagn til að sinna mæðravernd?
Ég legg til að þingmenn Framsóknar hætti að líta á sig sem fórnarlömb og fari að stunda sina vinnu með jákvæðu hugarfari, annars fer illa fyrir flokknum í kosningunum í vor.
Einn sem þolir ekki þegar fólk gengur um og heldur að allir séu vondir við það. Vonandi á þetta eftir að lagast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)