15.10.2006 | 16:06
Menningarmiðstöð í Varmhlíð í Skagafirði
Það kemur mér kannski ekki við og þó. Ég rakst á smá frétt í Morgunblaðinu í liðinni viku þar sem sagt var frá fyrirhugaðri menningarmiðstöð i Varmahlíð. Gott mál, nema í fréttinni kom fram að hætt væri við að hafa lyftu í húsinu sem verður 2. hæðir.
Þá vakna nokkrar spurningar.
- Eru engir í Skagafirði sem þurfa að nota lyftu til að komast á milli hæða?
- Verður það sem gerist á annari hæðinni svo ómerkilegt að það tekur því ekki fyrir þá sem þurfa að nota lyftu að fara þangað?
- Eru engir gamlir eða fatlaðir í Skagafirði sem þurfa að nota lyftu?
- Hvað með þá sem koma annarsstaðar frá og vilja skoða húsið og njóta þess sem þar er?
- Verða kannski nokkrir fílelfdir stöðugt í húsinu til að bera fólk á milli hæða?
Satt að segja er ég mjög hissa á þessu, ég hélt að lyfta í opinberum byggingum væri staðalbúnaður og að það þyrfti ekki að ræða hvort hún ætti að vera einungis hvar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.